Tap gegn AftureldinguPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar töðuðu 0 – 2 fyrir Afturelding í Lengjubikarnum í dag. Leikurinn var baráttuleikur frá upphafi en Afturelding hafði þó alltaf yfirhöndina og ekki bætti úr að leikmenn okkar voru langt frá sínu ef frá er talið fram að fyrsta marki leiksins. Afturelding náði að setja tvö mörk það fyrra á 34 mín og svo aftur á 38 mín, við þessi tvö mörk riðlaðist leikur okkar manna.

Baráttan hélt áfram í seinnihálfleik en gestirnir höfðu yfirhöndina en það var varla fyrr en undir lok leiksins sem við náðum að ógna þeim eitthvað.

Gunnar Bent Helgason lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með okkur í dag og Árni Þór Ármannsson snéri einnig tilbaka í sinn fyrsta leik síðan 2013.

Þetta var annar leikur okkar í Lengjubikarnum en við eigum ekki leik þar næst fyrr en 9. apríl en þá ljúkum við riðlakeppninni með þeim þremur leikjum sem við eigum eftir 12 og 16. apríl.

Hvað segir Guðmundur Steinarsson um leikinn.

Lítið sem hægt er að segja eftir þennan leik. Við vorum slakir í dag og áttum ekkert skilið úr leiknum. Varnarleikurinn var þokkalegur heilt yfir en áhyggjuefnið var að við ógnuðum lítið sem ekkert marki þeirra í leiknum. En það þýðir lítið að vorkenna sér, við ætlum að læra af þessum leik og bæta það sem þarf að bæta.

Leikskýrslan Njarðvik – Afturelding

Staðan í B riðli B deildar Lengjubikarsins

 

Mynd/ Frá viðureign liðanna sl. sumar