Tap á heimavelli fyrir FramPrenta

Fótbolti

Framarar báru sigurorð að Njarðvíkingum 0 – 1 í baráttuleik í kvöld á Rafholtsvellinum. Það voru gestirnir sem voru meira í því að ógna en sóknir þeirra og hornspyrnur runnu allar út í sandinn. Engin dauðafæri í fyrrihálfleik.

Njarðvík lék seinnihálfleikinn undan vindinum og þrátt fyrir nokkar góðar sóknir voru það gestirnir sem náðu forystunni á 63 mín. Það sem eftir var af leiknum skiptust liðin á að sækja og verjast. En það voru Frammarar sem fóru með stigin þrjú í bæinn.

Þetta var annar 1 – 0 tapleikur okkar í röð og við verðum að fara gíra okkur uppí að skora mörk til að vinna leiki. Næsti leikur er á fimmtudaginn kemur gegn Magna á útivelli.

Leikskýrslan Njarðvík – Fram
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
ótbolti.net – skýrslan

Myndirnar eru úr leiknum