Njarðvík verður boðið sæti í úrvalsdeild
Því miður tókst ekki að klára úrslitaeinvígið gegn Grindavík eftir 68-75 ósigur í oddaleik kvöldsins. Grindavík er því meistari í 1. deild kvenna og hlýtur sæti í í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Hannes Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands staðfesti eftir leikinn að Njarðvík yrði boðið sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð þar sem ljóst er að KR og Snæfell fara bæði niður um deild.
Það er við hæfi að móti loknu að þakka þann magnaða stuðning sem kvennaliðið fékk í allri úrslitakeppninni. Gríðarlega mikil stemmning í grænu stuðningsmönnunum – kærar þakkir!
Hér má nálgast umfjöllun og viðtöl frá leik kvöldsins
Myndasafn
Mynd/ SBS