Sundnámskeið í sumarPrenta

Sund

Minnum á að skráning er hafin í sumarsundið. Takmarkað pláss í hópum. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Sumarsund ÍRB fer fram í Akurskólalaug 12.—23. júní.
Alls eru þetta 10 skipti og kostar hvert námskeið kr. 11.000.
Boðið verður upp á hópa frá kl. 8:30 til kl. 12:30.
Helena Hrund þjálfari hjá Sundráði ÍRB sér um þjálfun og sundmenn ÍRB sjá um aðstoð í laug.
Skráning fer fram https://umfn.felog.is/ og https://keflavik.felog.is/ og hefst laugardaginn 20.maí.

Athugið að greiða verður fyrir námskeið um leið og skráð er. Tveimur dögum fyrir námskeið er þeim plássum sem ekki hefur verið greitt fyrir úthlutað til þeirra sem eru á biðlista.
Ef einhver vandræði eru við skráningar er hægt að hafa samband við gjaldkeri.sk@gmail.com fyrir Keflavík eða sunddeild.umfn@gmail.com fyrir UMFN/Njarðvík.

Athugið að fullt er orðið í suma hópa en laust pláss er enn í öðrum.