Strákarnir í 10. flokki áfram í bikarnumPrenta

Njarðvík og Vestri mættust í 16 liða úrslitum í bikarkeppni 10.flokks karla á Ísafirði síðastliðin fimmtudag. Fór svo að Njarðvíkingar fóru heim með góðan 47 – 52 sigur í skemmtilegum leik eftir að hafa verið undir lengi vel í leiknum. Lið Njarðvíkur var skipað þeim, Veigari Páli, Almari Óla, Eyþóri, Hilmari, Mikael Mána, Garðari Inga, Brynjari og Gunnari. En farastjóri ferðarinnar var Róbert Guðmundsson. Eftir rólega byrjun var Njarðvík yfir eftir í 1. hluta, 8 – 11. Vestri hafði betur í 2. og 3. leikhluta og staðan eftir þjá leikhluta 38-31 fyrir Vestra. Njarðvíkingar hertu vörnina töluvert í fjórða leikhluta og unnu hann 21- 11. Þar sem Veigar Páll skoraði 14 stig af sínum 24 stigum og reif niður ófá fráköstin. En risa 3ja stigakarfa frá Mikael Mána seint í leikhlutanum setti pressuna á Vestra, sú karfa hafði mikinn þátt í endaspretti Njarðvíkinga og kom þeim í gang fyrir lokamínúturnar. Þeir grænklæddu voru sterkari síðustu mínútur leiksins og unnu góðan 5 stiga sigur . Veigar Páll var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig en á eftir honum kom Eyþór með 14 stig, Gunnar 5 stig, Brynjar 4 stig Mikael 3 stig og Almar 2 stig. Njarðvík mætir ÍR í áttaliða úrslitum. Þjálfari strákana er Halldór Karlsson og er á sínu fyrsta ári með flokkinn.