Stórt tap gegn Val í æfingaleikPrenta

UMFN

Njarðvíkingar riðu ekki feitum hesti frá æfingaleik við úrvalsdeildarlið Vals á Hlíðarenda í kvöld. Yfirburðir Valsmanna voru miklir allan leikinn og okkar menn náðu rétt að sýna sitt rétta andlit annað slagið. Þetta er fyrsti leikur okkar utanhúss frá lokum síðasta keppnistímabils og mikill viðbrigði en samt engin afsökun í annars mjög góðu veðri þó hann væri orðin kaldur í restina. Staðan í hálfleik var 3 – 0.

Í hálfleik var skipt inná ferskum leikmönnum en fjórða markið kom fljótlega en við náðum að klóra í bakkann þegar Fjalar Örn Sigurðsson skallaði boltann í netið eftir gott upphlaup. En yfirburðirnir eins og áður sagði það miklir að Valsmenn náðu að setja á okkur fjögur mörk í viðbót. Það var samt ágætt að komast í leik undir beru lofti og fá loft í lungun.

Þetta var síðasti æfingaleikurinn í bili því næsti áfangi undirbúningstimabilsins hefst á fimmtudaginn kemur þegar við hefjum leik í Lengjubikarnum.

Í dag lék með okkur Spánskur leikmaður Dani Cadena sem mun leik með okkur á komandi tímabili. Þá lék einnig með okkur markvörður frá KR sem heitir Hörður Fannar Björgvinsson en hann er hugsaður að leysa markmannsmál okkar.

Byrjunarlið; Hörður Fannar Björgvinsson (m), Birkir Freyr Sigurðsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Arnar Helgi Magnússon, Dani Cadena, Andri Fannar Freysson, Davíð Guðlaugsson, Arnór Björnsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Bergþór Ingi Smárason,.

Varamenn; Unnar Elí Jóhannsson (m), Sigurður Þór Hallgrímsson, Theodór Guðni Halldórsson, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Krystian Wiktorowicz, Fjalar Örn Sigurðsson, , Óðinn Jóhannsson.

IMG_6413 (2)

Nýji leikmaðurinn Dani Cadena

 

Ert þú búin að tryggja þér miða, þetta er ekki herrakvöld, þetta er bæði fyrir konur og kalla.

steikarmynd