Stórt tap gegn AftureldinguPrenta

Fótbolti

Afturelding sigraði Njarðvík 4 – 0  í lokaumferð Fótbolta.net æfingamótsins í Reykjaneshöll í kvöld. Staðan eftir fyrrihálfleik var 2 – 0 eftir jafnanleik en við gáfum gestunum möguleika á að setja á okkur tvö mörk. Við vorum að vissu leyti sterkari aðilinn en ekkert gekk upp við markið.

Seinnihálfleikur var ekkert sérstakur og Njarðvíkingar virtust ekki ná neinum takt í sinn leik. Afturelding bætti þriðja marki sínu við úr vítaspyrnu sem dæmd var á Marc McAusland fyrir að verja boltann á línu, hann fékk líka rautt spjald fyrir. Fjórða markið kom síðan í restina.

Njarðvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í þessum leik einhver doði í þessu. Næsti leikur okkar er um þriðja sætið í mótinu gegn Þrótti Vogum sennilega undir lok næstu viku.

Leikskýrslan Njarðvík – Afturelding