Stórsigur í síðasta leik fyrir bikarhléPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurljónin voru í ham síðasta fimmtudagskvöld þegar stórsigur 94-65 vannst á Grindavík í Domino´s-deild karla. Leikurinn fór vel af stað og var spennandi en okkar menn tóku öll völd í öðrum leikhluta og lögðu grunninn að góðum sigri.

Maciej Baginski var stigahæstur í Njarðvíkurliðinu, fór vel af stað og skellti niður þremur þristum í fyrsta leikhluta og lauk leik með 6/8 í þristum og var stigahæstur Njarðvíkinga með 23 stig. Eric Katenda kom svo með mikinn hávaða af bekknum en hann var framlagshæstur með 35 punkta þar sem hann setti 17 stig, tók 15 fráköst og var með 7 varin skot! Annars var hópurinn mjög vel stilltur og framlagið kom úr öllum áttum.

Magnaður sigur og varnarleikurinn þéttur og til mikillar fyrirmyndar. Nú er komið hlé í Domino´s-deildinni og við tekur bikarfárið en Njarðvík mætir KR í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöll þann 14. febrúar kl. 20:15. Sala miða á undanúrslit bikarkeppninnar er þegar hafin og nálgast má hana HÉR. – Við vekjum athygli á því að allir kaupi sína miða í gegnum Facebook-event UMFN þar sem finna má tengil á miðasöluna á Tix.is því þar rennur allur ágóði miðasölunnar til KKD UMFN.

Myndasafn úr leik Njarðvíkur og Grindavíkur

Staðan í deildinni (umferðinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum)