Stór sigur á EskifirðiPrenta

Fótbolti

Njarðvík náði í dag að sigra sinn fyrsta leik á Eskifirði þegar liðið vann stórsigur 2 – 7 á Fjarðabyggð í 4. umferð 2. deildar. Það var gott fótboltaveður á Eskifirði í dag og18 stiga hiti. Njarðvíkingar virkuðu strax í byrjun mjög öruggir og voru ákveðnir í að taka öll stigin sem í boði voru. Fyrsta markið kom á 11 mín og það gerði Stefán Birgir Jóhannesson með góðu skoti. Við markið náðum við undirtökunum í leiknum og bættum við marki á 33 mín þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði stönginn inn eftir snögga sókn. Heimamenn náðu að minnka munin á 37 mín eftir hornspyrnu. Á 42 mín fékk markvörður Fjarðabyggðar beint rautt fyrir brot á Theodór Guðna langt fyrir utan vítateig. Staðan 1 – 2 í hálfleik.

Heimamenn kom af krafti inní seinnihálfleikinn og náðu að jafna leikinn á 47 mín, mark sem skrifast á vörnina að geta ekki hreinsað frá marki. Upphófst nú mikill barátta og harka um hver ætlaði að hafa betur. Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni og fóru að ógna marki heimamanna og á 64 mín var dæmd vítaspyrna þegar brotið var á Andra Fannari í teignum og úr henni skoraði Theodór Guðni. Á 66 mín var þjálfara Fjarðabyggðar vísað af velli fyrir látlaus mótmæli. Bergþór Ingi bætti sínu öðru marki við á 72 mín og Sigurður Þór Hallgrímsson bætti við fjórða markinu á 77 mín, hann kom inná á 70 mín. Á 84 mín var öðrum leikmanni heimamanna vikið af velli fyrir að slá Andra Fannar í andlitið, beint rautt. Bergþór Ingi fullkomnaði þrennuna á 84 mín og Krystian Wiktorowicz bætti við því sjöunda á 86 mín hans fyrsta mark í mótsleik fyrir Njarðvík en hann er á 17 ári.

Öflugur sigur á erfiðum útivelli í höfn. Það var greinilegt strax í upphafi að Njarðvíkingar ætluðu að taka þessi stig sem voru í boði og það gekk eftir. Með sigrinum erum við í fjórða sæti með átta stig tveimur stigum á eftir Magna sem er í efsta sætinu. Næsti leikur er á föstudaginn kemur og þá kemur Afturelding i heimsókn en þeir sitja í öðru til þriðja sæti ásamt Vestra með níu stig.

Myndirnar eru úr leiknum í dag.

Leikskýrslan Fjarðabyggð – Njarðvík

Staðan í 2. deild 

IMG_7598   IMG_7444

IMG_7607   IMG_7448

IMG_7537   IMG_7541