Stjarnan-Njarðvík 18:15 í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Stjörnunni í Subway-deild kvenna í kvöld kl. 18:15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport en við hvetjum Njarðvíkinga til að gera sér ferð í Garðabæ og styðja Ljónynjurnar í baráttunni um tvö dýrmæt stig.

Eins og gefur að skilja hafa leikir og æfingar raskast sökum hitavatnsleysis á Suðurnesjum en okkar konur tóku m.a. æfingu á Álftanesi í ástandinu og viljum við senda Álftnesingum okkar bestu þakkir fyrir að taka vel á móti liðinu.

Áfram Njarðvík