Stelpurnar okkar biðu súran ósigur í SeljaskólaPrenta

Körfubolti

Njarðvík átti tvo kvennaflokka í úrslitum í Seljaskóla en það voru 9.fl kvenna og Stúlknaflokkur, Bæði lið töpuðu sínum leikjum þrátt fyrir frábæra frammistöðu. 9.fl mætti nágrannaliði Keflavíkur og tapaði 38 : 43 þrátt fyrir að Njarðvík hafi verið yfir margoft í leiknum átti lið Keflavíkur sterkari 4. Leikhluta og unnu að lokum 5 stiga sigur. Stúlknaflokkur mætti gríðarlega sterku liði Hauka sem unnu þær með 28 stigum 70 : 42. Haukastúlkur byrjuðu leikinn afar vel og hálfleikstölur voru (33 : 16) Haukum í vil. Stelpurnar okkar náðu sér aldrei almennilega á strik eftir þetta og því miður eru þær ásamt 9.fl kvenna á leiðinni í sumarfrí þar sem þær koma eflaust tvíefldar til baka, tilbúnar í átök komandi veturs.

tölfræði:

9.flokkur

Stúlknaflokkur

Mynd tekin af vef karfan.is

-ÓBÓ-