Snjólfur framlengir í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Snjólfur Marel Stefánsson er klár í slaginn með Njarðvík í Domino´s-deild karla á næstu leiktíð. Snjólfur framlengdi við félagið um eitt ár en hann var lykilmaður í Íslandsmeistaraliðið unglingaflokks UMFN og var með 5,2 stig, 5,2 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s-deildinni síðasta tímabil á rúmum 19 mínútum að meðaltali í leik. Snjólfur er nýorðinn 20 ára og er m.a. fyrrum handhafi Elfarsbikarsins.

Snjólfur er nú á fullu í undirbúningi með U20 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í lokakeppni A-deildar sem fram fer í Þýskalandi 14.-22. júlí næstkomandi. Ísland er þar í riðli með Ítalíu, Svíþjóð og Serbíu.

Mynd/ Snjólfur og Friðrik Pétur Ragnarsson geirnegla áframhaldandi samstarf.