Snemmbúið sumarfrí: Takk fyrir stuðninginn!Prenta

Körfubolti

Okkar hlutskipti þessa leiktíðina var snemmbúið sumarfrí frá Domino´s-deild karla. Þetta varð ljóst í gærkvöldi eftir nauman ósigur gegn Þór Þorlákshöfn í miklum bardaga. Vissulega eru það óstjórnlega mikil vonbrigði að ná ekki inn í úrslitakeppnina þetta tímabilið en nú söfnum við vopnum okkar og mætum tvíelfd til leiks á næstu leiktíð.

Kvennalið Njarðvíkur stendur enn í ströngu í deildarkeppni Domino´s-deildar kvenna og næsti leikur 15. mars er stórslagur gegn nágrönnum okkar úr Keflavík svo ykkar er vitaskuld enn mikil þörf í stúkunni.

Deildarkeppnin í Domino´s-deild karla þetta tímabilið var einkar hörð, Skallagrímur fellur með 14 stig, þrjú lið rjúfa 30 stiga múrinn og í 4.-10. sæti deildarinnar eru lið með18-26 stig.

Við styrktar- og samstarfsaðila deildarinnar og Njarðvíkinga um víða veröld segjum við takk fyrir samfylgdina á leiktíðinni, takk fyrir stuðninginn og áfram gakk!

Áfram Njarðvík