Smáþjóðaleikarnir að hefjastPrenta

Sund

Smáþjóðaleikarnir voru settir í kvöld og hefst keppni á morgun, þriðjudag. Margir sjálfboðaliðar frá okkur vinna á mótinu alla vikuna.; ÍRB á 4 sundmenn á leikunum en ekkert lið á fleiri keppendur.; Sunneva Dögg mun keppa í 200 m flugsundi, 400 og 800 m skriðsundi og einnig í boðsundi, Karen keppir í 200 m bringusundi, Þröstur í 1500 m skriðsundi og Kristófer í 200 og 400 m skriðsundi ásamt boðsundi.; Við óskum þeim fjórum og öllu íslenska liðinu velfarnaðar og vonum að sjálfboðaliðarnir njóti vikunnar.; Upplýsingar um sundhluta Smáþjóðaleikanna er að finna hér: http://www.sundsamband.is/gsse-2015/