Skotarnir Kenny og Neil verða áframPrenta

Fótbolti

Skosku leikmennirnir Kenneth Hogg og Neil Slooves verða báðir áfram með Njarðvík á næsta ári en þeir skrifuðu undir samning þess efnis áður en þeir héldu heim. Þeir komu báðir til okkar frá Tindastól í seinni félagsskiptaglugganum í sumar.

Kenneth lék 8 leiki með Njarðvík og gerði fjögur mörk en áður hafði hann leikið 15 leiki í deild og bikar með Tindastól og gert 9 mörk. Hann lék einnig sumarið 2016 með Tindastól þar sem hann gerði 14 mörk í 17 leikjum.

Neil lék 8 leiki með Njarðvík í vörninni en áður hafði hann leikið 11 leiki og gert 1 mark með Tindastól í sumar.

Mynd/ Kenneth og Neil