Silungar og Gullfiskar með leikdagPrenta

Sund

Á síðustu æfinguni fyrir sumarfrí fengu Silungar og Gullfiskar í Heiðarskóla leikdag. Það var mikið fjör. Krakkarnir máttu öll taka með sér eitt dót. Hjá silungum var mikið sport að fara í kaf og kíkja í gluggann, en það er gluggi á sundlauginni í Heiðarskóla. Það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Silungum að gera froskahopp og að hlaupa á dýnunni. Gullfiskum finnst líka rosalega gaman að fá að hlaupa á bleiku dýnunni og bláu stóru dýnunni. Þetta var rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hvað krakkarnir áttu fallegt dót til að koma með á sundæfingu.