Þrjú stig sótt í BreiðholtiðPrenta

Fótbolti

Njarðvík tryggði sér þrjú stór stig eftir sigur á ÍR í Breiðholtinu í kvöld og náðu vonandi að kveða niður þann draug að halda ekki fengnum hlut eins og í undanförnum leikjum. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn til að byrja með og náðu forystunni á 10 mín þegar Magnús Þór Magnússon skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu. Í kjölfar marksins náðum við að gera harða hríða að marki ÍR án þess að ná að bæta við marki. Heimamenn náðu að komst inní leikinn og náðu að jafna leikinn á 26 mín með marki úr vítaspyrnu..

Í seinnihálfleik var jafnræði með liðunum þau skiptust á að sækja, ÍR ingar voru nokkru sinnum nærri því að ná forystunni en Róbert markvörður okkar varði mjög vel. Njarðvíkingar náðu einnig að ógna marki ÍR og hart var barist um alla bolta. Það var svo á 83 mín að sigurmarkið kom, en eftir harða hríð á marki ÍR barst boltinn til Arnórs Björnssonar sem labbaði með hann yfir línunna. Það sem eftir lifði leiksins voru Njarðvíkingar nærri því að bæta við marki en ÍR að jafna. Lokastaðan 1 – 2 en sigurinn gat lent báðu megin í kvöld en í þetta skipti vorum við heppnari.

Þetta var góður sigur hjá okkar mönnum og ekki ónýtt að sækja sex stig hjá báðum Breiðholtsliðunum á heimavöll þeirra þetta árið. Einnig sterkt að vinna þennan leik án þess að vera leika sérstaklega vel. Nú er rúm vika í næsta leik þegar HK kemur í heimsókn miðvikudaginn 13. júní.

Leikskýrslan ÍR – Njarðvík 
Skýrslan – Fótbolti.net
Viðtal við Rafn Markús – Fótbolti.net

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld