Sigur í lokaleiknum á HúsavíkPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Völsung 1 – 3 á Húsavík í gærdag, þetta var síðasti keppnisleikur sumarins. Sigur okkar manna var öruggur, fyrsta mark leiksins kom strax á 4 mínótu þegar Theodór Guðni Halldórsson renndi boltanum í netið eftir flotta sókn. Annað markið kom svo á 11 mínótu en það gerði Arnar Helgi Magnússon. Völsungar náðu að svara fyrir sig á 12 mínótu. Njarðvíkingar réðu gangi mála alfarið í fyrrihálfleik og á 45 mín bætti Theodór Guðni við þriðja markinu. Völsungar mótmæltu vegna þess að línuvörðurinn hafði flaggað ragnstöðu á Andra Fannar en dómarinn var í góðri aðstöðu til að sjá að hann hafið ekki áhrif. Staðan 1 – 3 í hálfleik.

Í seinnihálfleik skiptust liðin á að sækja, Völsungar ætluð sér að jafna leikinn en vörn okkar sá við þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup sem áttu að skila mörkum en eitthvað vantaði uppá svo það tækist. En 1 – 3 voru lokatölurnar í þessum leik.

Þar með lauk keppni hjá okkur í “Ferðalagadeildinni” sem hún ætti að kallast, aðeins fjögur lið hér á Faxaflóasvæðinu og hin átta á öllum hornum landsins og þar á milli. Endirinn hjá okkur var 50 stig, 22 mörk í plús og 11 stig á Magna í sæti sem er glæsilegur endir á annars jöfnu móti.

Leikskýrslan Völsungur – Njarðvík

Lokastaðan í 2. deild

Myndirnar eru úr leiknum í gærdag

IMG_0002   IMG_0018

IMG_0021   IMG_9983

IMG_9987   IMG_0043