Sigur í Garðinum, Njarðvík í Inkasso-deildinnaPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigrðaði Víði 2 – 3 á Nesfiskvellinum í dag og tryggði sér sæti í Inkasso-deildin að ári þó tvær umferðir séu eftir. Leikurinn var eins og búast mátti við í nágrannaslag, barátta út í eitt. Fyrsta mark leiksins kom á 13 mín þegar Andri Fannar Freysson skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir brot á Styrmi Gauta. Njarðvíkingar átt nokkrar hættulega sóknir í fyrrihálfleik sem áttu að skila marki en lukkan var með Víðismönnum. Staðan 0 – 1 í hálfleik.

Við byrjuðum ágætlega seinnihálfleikinn en þegar líða tók á komust Víðismenn meira og meira inní leikinn. Jöfnunarmarkið kom á 69 mín eftir sókn sem við áttum að sjá við. Víðismenn komust yfir á 85 mín þegar vítaspyrna var dæmd, smábrot sem dómarinn gat ekki liðið framahjá, svona uppsafnað. Hörður markvörður varði spyrnuna en Víðismenn náðu frákastinu. Aðeins þremur mínótum seinna jafnaði Kenneth Hogg með skalla og nú færðist ennþá meira fjör í leikinn, Víðismenn vissu sjálfsagt að stöðunni í leiknum hjá Magna. Það var svo á 91 mín sem Arnór Björnsson náði að skora sigurmarkið með “bylmingsskoti” eins og maðurinn sagði, glæsilegt mark. Dómarinn bætti 4 mín við leikinn en lokatölurnar 2 – 3 í miklum baráttuleik og áhorfendur fengu svo sannalega eitthvað fyrir aurinn.

Liðið á hrós skilið fyrir frammistöðuna í dag, allir að leggja sig fram og ekkert verið að hengja haus þó við værum undir. Einnig eiga stuðningsmenn okkar sem fjölmenntu í Garðinn í dag hrós skilið.

Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur heima gegn KV.

Leikskýrslan Víðir – Njarðvík

 

IMG_9722   IMG_9723

IMG_9736   IMG_9757

IMG_9826   IMG_9815