Sigur í fyrsta leikPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur hófu tímabilið í 1. deild kvenna með sigri á liði Fjölni-B í gær þegar liðin mættust í Njarðtaksgryfjunni. Sigurinn varð að lokum nokkuð öruggur eftir en okkar stúlkur leiddu í hálfleik 50:26 og grunnur að sigri þá þegar kominn.

 

Stelpurnar náðu strax forskoti í leiknum og leiddu 25:17 eftir fyrsta leikhluta. Þeim dampi var haldið í öðrum leikhuta enn þá stal nýliðin Lovísa Bylgja Sverrisdóttir senunni. Stúlkan kom inná svellköld í sínum fyrsta meistaraflokksleik og raðaði niður 11 stigum á rétt tæpum 5 mínútum.  Sannarlega huggulega byrjun á komandi og vonandi glæstum ferli.  Þessi frammistaða kveikti neista sem seinna varð að báli og í raun áttu gestirnir aldrei von í þessum leik eftir þetta.

 

Anna Lilja Ásgeirsdóttir átti svo aðra eins rispu í seinni hálfleik þar sem hún skellti í sína eigin flugeldasýningu en heilt yfir þá stóð liðið sig með prýði, vörnin var grimm og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.

 

Stigaskor: Vilborg 20 (8 stoðsendingar), Ashley 20, Anna Lilja 11, Lovísa 11, Krista Gló 10, Júlía 7 (14 fráköst), Andrea 6

 

Heildar tölfræði leiksins.