Sigur í fyrsta leik deildarinnarPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurliðið hóf leik í 2.deild karla í dag gegn Þrótti Reykjavík í Laugardalnum. Leikar fóru svo að okkar menn sigruðu 4-0.

Mörk Njarðvíkur í leiknum gerðu Marc McAusland eftir fast leikatriði, Oumar Diouck beint úr aukaspyrnu, Maggi Matt með skot fyrir utan teig og að lokum var það nýjasti liðsmaður okkar á láni frá FH, Úlfur Ágúst Björnsson, sem stangaði hann í netið til að gulltryggja sigurinn.

Sannarlega fín byrjun á mótinu, og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Næsti leikur er fyrsti heimaleikurinn, gegn Magna frá Grenivík þann 14. maí á Rafholtsvellinum kl 14:00.

Áfram Njarðvík!