Sigur í fyrsta leik á Icelandic Glacial mótinuPrenta

Körfubolti

Njarðvík hafði nauman 89-84 sigur á Grindavík í Icelandic Glacial mótinu í Þorlákshöfn í gær. Ryan Montgomery var stigahæstur okkar manna með 22 stig en Rodney, Veigar og Mario bættu allir við 11 stigum.

Næsti leikur í mótinu er á sunnudag gegn Keflavík kl. 14.00 úti í Þorlákshöfn. Annað kvöld, föstudag, mætast svo kvennalið Njarðvíkur og Stjarnan í æfingaleik kl. 18.00 í Njarðtaksgryfjunni.