Sigur gegn Víking Ól. í fyrsta leiknum í LengjubikarnumPrenta

Fótbolti

Njarðvik hafði betur 1 – 0 í fyrsta leiknum í Lengjubikarnum í Reykjaneshöll í kvöld. Leikurinn í kvöld var ágætlega leikinn af báðum liðum miðað að liðin eru að mótasta. Það er óhætt að segja að um jafnan leik að ræða þó má segja ef eitthvað var voru Njarðvíkingar sterkari aðilinn. Eina mark leiksins kom á 70 mín þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði með laglegu skoti.

Tveir leikmenn gengu til liðs við okkur í dag, Davíð Guðlaugsson sem lék með okkur frá 2014 til 2017 og á að baki 70 mótsleiki, einnig Denis Hoda sem kemur frá KH.  Við bjóðum þá velkoma til liðs við okkur einnig er Kenny Hogg mættur til leiks. Denis og Jökull Örn Ingólfsson léku í kvöld sína fyrstu mótsleiki fyrir Njarðvík.

Næsti leikur okkar er á fimmtudaginn í Reykjaneshöll gegn Þróttir Rvík.

Mynd/ Bergþór Ingi markaskorari kvöldsins

Leikskýrslan Njarðvík – Víkingur Ólafsvík