Sigur gegn Reyni í æfingaleikPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Reyni S 3 – 1 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Þrátt fyrir all nokkrar sóknarlotur í fyrrihálfleik tóks okkur aðeins að skora eitt mark en það gerði Theodór Guðni Halldórsson.

Reynismenn náðu að jafna fljótlega í seinnihálfleik en Jón Veigar Kristjánsson og Óðinn Jóhannsson náðu að setja sitt hvort markið. Sigur okkar var sanngjarn gegn baráttuglöðum Sandgerðingum en markvörður þeirra bjargaði nokkrum sinnum mjög vel.

Næsti leikur okkar er á þriðjudaginn sem er lokaleikur okkar í riðlakeppni Lengjubikarsins gegn Berserkjum í Reykjavík.

Byrjunarlið;

Brynjar Atli Bragason (m), Sigurður Þór Hallgrímsson, Einar Valur Árnason, Ari Már Andrésson, Brynjar Freyr Garðarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Andri Fannar Freysson, Arnór Björnsson, Dani Cadena, Theodór Guðni Halldorsson.

Varamenn; Unnar Elí Jóhannesson (m), Krystian Wiktorowicz, Styrmir Gauti Fjeldsted, Arnar Helgi Magnússon, Stefán Birgir Jóhannesson, Bergþór Ingi Smárason, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Óðinn Jóhannsson, og Georg Georgsson.