Sigur gegn GGPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigrðai GG 5 – 1 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. GG eða Knattspyrnufélagið GG úr Grindavík byrjaði leikinn af krafti og setti mark á okkur strax í byrjun. Heimamenn voru ekki að spila vel í fyrrihálfleik en Bergþór Ingi Smárason náði að jafna leikinn.

Njarðvík komst yfir með marki Birkis Frey Sigurðssonar og Bergþór Ingi bætti því þriðja við. Elvar Óli Einarsson gerði það fjórða og svo Elís Már Gunnarsson það fimmta.

Það var vetrarbragur á þessum leik en við vorum skárri í seinnihálfleik. Við vorum með í þessum leik lánsmarkmann frá Reyni S þar sem Brynjar Atli er erlendis við æfingar hjá Bolton í Englandi.

Byrjunarlið Njarðvík; Rúnar Gissurarson (m), Arnar Helgi Magnússon, Milos Jugovic, Brynjar Freyr Garðarsson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Birkir Freyr Sigurðsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Andri Fannar Freysson, Bergþór Ingi Smárason, Krystian Wiktorowicz.

Varamenn; Atli Haukur Brynleifsson, Arnór Björnsson, Ari Már Andrésson, Jón Gestur Birgisson, Falur Orri Guðmundsson, Elís Már Gunnarsson, Elvar Óli Einarsson.

Mynd/ Markaskorararnir Elís Már, Bergþór Ingi, Elvar Óli og Birkir Freyr.