Sigur gegn BerserkjumPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Berserki í lokaleik okkar í riðlakeppni Lengjubikarsins 1 – 2 á Víkingsvelli í kvöld. Markalaust var eftir fyrrihálfleik en Njarðvíkingar réðu gangi mála og voru óheppnir að skora ekki í einhverjum af þeim fjölda upphlaupa sem liðið fékk.

Einhver doði var yfir okkar mönnum í seinnihálfleik og Berserkir komu sterkir til leiks náðu í nokkur skipti að ógna marki okkar. Það var svo að þeir komust yfir með skoti fyrir utan teig á 71 mín, óverjandi og glæsilegt mark. Við markið hrukkum við í gang og Atli Freyr Ottesen Pálsson náði að jafna með góðu marki á 78 mín. Við áttum nokkur ágæt upphlaup sem áttu að enda með marki en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 88 mín sem Andri Fannar Freysson skoraði úr.

Aðstæður voru ágætar á Víkingsvelli svolítið napurt en hressandi fyrir innikarlanna. Þetta var síðasti leikur okkar í riðlakeppninni við komum taplausir út úr riðli 3 með fullt hús stiga. Næsti leikur okkar er annan í páskum á Húsavík í undanúrslitum B deildar Lengjubikarsins.

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.

Lokastaðan í B deild

Leikskýrslan Berserkir – Njarðvik

IMG_6813

IMG_6851