Sterkur sigur gegn Magna í dagPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Magna 2 – 1 á heimavelli í dag, sterkur sigur í baráttunni um að halda sæti sínu í Inkasso-deildinni. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks gegn Magna og náðu strax yfirhöndinni í leiknum og óhætt að segja að það hafi endst allan leikinn. Fyrra markið kom á 11 mín þegar Arnór Björnsson skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf sem hafði viðkomu í James Dale. Kenneth Hogg bætti öðru marki við á 26 mín eftir fyrirgjöf frá Pawel. Sóknir gestanna enduðu annað hvort í höndunum á Róbert markverði eða á sterkri vörn okkar.

Seinnihálfleikur var á sömu nótum og sá fyrri, nokkur sannkölluð dauðafæri sem áttu að enda með marki. Mark gestanna kom á 85 mín og skrifast sem sjálfsmark. Eftir markið gerðu þeir harða hríð að marki Njarðvíkinga án þess að úr þeim yrðu einhver hætta. Leikurinn fór einar 5 mín yfir venjulegan leiktíma og létu heimamenn á pöllunum heyra vel í sér með það. En Njarðvíkingar héldu út og lönduðu þremur risastigum. Sanngjarn sigur. Næsti leikur og sá næst síðasti í sumar er í Ólafsvík eftir viku.

Mynd/ markaskorarnir Arnór og Kenny

Leikskýrslan Njarðvík – Magni
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Inkasson-deildin staðan