Sigmundur sæmdur gullmerki KKÍPrenta

Körfubolti

Ísland og Belgía mættust í Laugardalshöll í gær. Belgarnir höfðu betur en fyrir leik var körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson sæmdur gullmerki KKÍ. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar Sigmundi til hamingju með heiðursmerkið enda einkar vel að því kominn.

Nánar má lesa um heiðursmerkjaveitingu gærkvöldsins á Karfan.is en dómarinn Leifur Sigfinnur Garðarson hlaut einnig gullmerki KKÍ við sama tilefni.