Síðasti viðburður ársinsPrenta

Fótbolti

Síðasti viðburður ársins hjá knattspyrnudeildinni var í gærkvöldi þegar “aðalfundur” Stuðningsmannafélagsins Njarðmanna fór fram. Mjög góð mæting var miðað við fyrri ár og góð stemming fyrir veitingunum. Á fundinum var notað tækifærið og afhentar viðurkennigar sem átti eftir að afhenda fyrir árið sem er að líða. Knattspyrnudeildin hefur haft þann vana á að afhenda þeim leikmönnum deildarinnar sem leikið hafa sinn fyrsta landsleik áletraðan disk. Í ár bættust tveir leikmenn við þeir Ari Már Andrésson og Aron Freyr Róbertsson. Þá tók Styrmir Gauti Fjeldsted við viðurkenningu sem knattspyrnumaður Ungmennafélags Njarðvikur 2014 sem átti að afhenda honum í hófi hjá UMFN á mánudaginn en hann var þá staddur erlendis. Stjórn Knattspyrnudeildar þakkar öllum sem komið hafa að starfseminni á árinu fyrir ánæguleg samskipti með ósk um farsælt komandi ár. Efri mynd/ Arngrímur Guðmundsson formaður ásamt þeim Aron Frey og Ara Má. Mynd/ Arngrímur ásamt Styrmi Gauta