Síðasti leikurinn fyrir jól: Valur-NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Tíundu umferð Subwaydeildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Ljónin okkar frá Njarðvík halda þá í höfuðstaðinn og mæta Íslandsmeisturum Vals kl. 20:15 í Origo-höllinni. Sigur í kvöld þýðir að okkar menn geta jafnað meistarana að stigum sem fyrir kvöldið hafa 14 stig í 2. sæti deildarinnar en Njarðvík með 12 stig í 4. sæti.

Leikurinn í kvöld er síðasti deildarleikurinn fyrir jól en svo verður leikið milli jóla og nýárs þegar stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur fer fram í Ljónagryfjunni 29. desember. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fjölmennum að Hlíðarenda í kvöld og styðjum okkar menn í baráttunni um tvö mikilvæg stig!

#Áfram Njarðvík

Við styðjum Njarðvík: