Síðasti leikur kvennaliðsins þetta árið í Grindavík á þriðjudagPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur mæta Grindavík b þriðjudaginn 17. desember næstkomandi en það verður lokaleikur okkar kvenna fyrir áramót í 1. deildinni. Þarna eru á ferðinni tvö mikilvæg stig fyrir okkur Njarðvíkinga í gríðarlega jafnri og spennandi deild þar sem hver sigur skiptir máli en lífið orðið ansi þétt við toppsæti deildarinnar.

Viðureign liðanna hefst kl. 20:15 á þriðjudag í Mustad-höllinni úti í Grindavík en fyrir leikinn á þriðjudag er Njarðvík í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en Fjölnir og Tindastóll á toppnum með 16 stig. Grindavík b situr ásamt Hamri á botni deildarinnar með 2 stig en hjá Grindvíkinum leynast reynsluboltar svo leikurinn er sýnd veiði en alls ekki gefin.

Liðsinnum okkar konur við að loka árinu með tveimur mikilvægum stigum og mætum til Grindavíkur á þriðjudag og styðjum þær áfram í baráttunni í 1. deild.

#ÁframNjarðvík