Síðasti heimaleikurinn hjá Ljónynjum í deildarkeppninni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Haukum í Subway-deild kvenna í kvöld kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Viðureign kvöldsins er næstsíðasta umferð deildarkeppninnar í A-deild. Fyrir viðureign kvöldsins eru ljónynjurnar okkar í 2.-3. sæti deildarinnar með 30 stig eins og Grindavík. Leikurinn í kvöld er síðasti heimaleikur kvennaliðsins fyrir úrslitakeppnina!

Tveir síðustu leikirnir í deildarkeppninni munu skera úr um hver verði fyrsti andstæðingur okkar í úrslitakeppninni en úrslitakeppnin telur átta efstu liðin í deildarkeppninni úr A og B hluta. Öll lið A-hlutans komast í úrslitakeppnina sem eru fimm talsins og þrjú úr B-hluta. Ljóst er að það lið sem ekki verður í úrslitakeppninni þetta árið er Snæfell. Öll önnur lið deildarinnar munu mætast í úrslitakeppni með neðangreindu fyrirkomulagi:

Fjórðungsúrslit:
1) Lið nr. 1 – Lið nr. 8
2) Lið nr. 2 – Lið nr. 7
3) Lið nr. 3 – Lið nr. 6
4) Lið nr. 4 – Lið nr. 5

Eftir kvöldið í kvöld á Njarðvík aðeins einn leik eftir í deildarkeppninni og sá er gegn Keflavík í Blue-höllinni 3. apríl næstkomandi.

Mætum í Gryfjuna í kvöld og styðjum okkar konur til sigurs!
Fyrir fánann og UMFN