Seiglusigur í fyrsta heimaleikPrenta

Körfubolti

Subway-deildin fer vel af stað hjá okkar konum sem unnu öflugan 71-61 sigur á Fjölni í annarri umferðinni í gærkvöldi.

Skemmtilegur bragur var á leiknum þar sem iðkendur í minnibolta slógu skjaldborg um völlinn í upphitun.

Framan af leik var hittni okkar kvenna eitthvað að láta á sér standa en í síðari hálfleik sneru þær bökum saman og uppskáru verðskuldaðan sigur.

Allyah var með svaka tvennu eða 17 stig og 18 fráköst en hún bætti einnig við 7 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Helena Rafnsdóttir gerði 15 stig og tók 2 fráköst og Kamilla Sól kom sterk inn af bekknum með 9 stig.

Tölfræði leiksins

Myndasafn 1

Myndasafn 2

Umfjöllun annarra miðla um leikinn gegn Fjölni:

Karfan.is – umfjöllun

Karfan.is – viðtal við Rúnar Inga

Víkurfréttir – umfjöllun

sir.is – úrslitafrétt

Mbl.is – úrslitafrétt