Seiglusigur á EgilsstöðumPrenta

Körfubolti

Fyrstu stig tímabilsins komu á land í gærkvöldi þegar Njarðvík lagði Hött 86-91 í MVA-Höllinni á Egilsstöðum. Dedrick Basile fór fyrir okkar mönnum með 29 stig, 9 stoðsendingar, 7 fráköst og 2 stolna bolta.

Eftir sigurinn í gær eru okkar menn í 3.-8. sæti deildarinnar með 2 stig eins og Tindastóll, ÍR, Grindavík, Haukar og Stjarnan. Næsti leikur í deildinni verður jafnframt fyrsti heimaleikurinn okkkar á tímabilinu þegar TIndastóll kemur í heimsókn þann 21. október næstkomandi.

Hér má nálgast helstu umfjallanir eftir leikinn í gær:

Karfan.is: Njarðvíkingar með heppnina með sér á Egilsstöðum

Vísir.is: Gestirnir sterkari á lokasprettinum

Mbl.is: Njarðvík marði Hött

VF.is: Keflavík og Njarðvík unnu sína leiki í Subway karla