Samningi Einars lokið í NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkar Einari Árna Jóhannssyni kærlega fyrir samstarfið með meistaraflokk karla síðustu þrjú leiktímabil. Samingur Einars er á enda og hefur stjórn ákveðið að framlengja ekki samstarfinu og leita á önnur mið fyrir komandi tímabil.

Einar Árni er einn af okkar fremstu þjálfurum á landinu og hefur hann um árabil sett mark sitt á körfuboltasögu félagsins. Það voru vissulega vonbrigði að ná ekki inn í úrslitakeppnina þetta tímabilið en leiktíðin var býsna snúin að þessu sinni sökum heimsfaraldurs COVID-19.

Stjórn deildarinnar óskar Einari Árna velfarnaðar í sínum störfum og hefur það verið mikill heiður að starfa með Einari sem er einkar faglegur og reyndur þjálfari. Með þökk fyrir samstarfið.

Stjórn KKD UMFN