Rútuferð í Síkið á sunnudagPrenta

Körfubolti

Annar leikur Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum Subwaydeildar karla fer fram í Síkinu á Sauðákróki sunnudaginn 23. apríl.

Sætaferðir fyrir stuðningsmenn verða í boði á leikinn og fer rútan kl. 12.30 frá Ljónagryfjunni. Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15.

Hér er hægt að skrá sig í sætaferðirnar en 48 sæti eru í boði, verð fyrir sætaferðir er 2500 kr. á mann. Athugið ða börn undir 18 ára sem ferðast ekki með forráðamönnum þurfa að fá skriflegt leyfi til að ferðast með stuðningsmannarútunni. Nóg er að foreldri eða forráðamaður sendi tölvupóst sem staðfestir að þeirra barn megi fara með og láta símanúmer fylgja. Netfangið er umfnbasket@gmail.com

Skráning í sætaferðir