Róbert Þór Guðnason hefur tekið við formannsembættinu af Gunnari Erni Örlygssyni hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Róbert gegndi áður hlutverki varaformanns deildarinnar en Gunnar hefur látið af störfum sem formaður sökum anna í vinnu.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkar Gunnari fyrir sitt veglega framlag og óskar um leið Róberti velfarnaðar á formannsstóli.