Risaleikur á miðvikudag: Að duga eða drepast!Prenta

Körfubolti

Nú er það bara að duga eða drepast! Leikur þrjú hjá Njarðvík og Tindastól fer fram í Ljónagryfjunni miðvikudaginn 26. apríl og hefst kl. 19:15.

Miðasala er í fullum gangi á Stubbur-app og við hvetjum Njarðvíkinga til þess að tryggja sér miða í tæka tíð! Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

Tindastóll leiðir einvígið 0-2 og röðin komin að okkur að minnka muninn. Tap þýðir sumarfrí en sigur þýðir leikur fjögur í Síkinu 29. apríl.

Tailgate-tjaldið og Njarðvíkurborgararnir verða á sínum stað á leikdegi frá kl. 17.00 með góðri tónlist þar sem stuðningsmenn hittast og keyra sig í gang fyrir átökin inni í Ljónagryfju.

Þetta er útkall, þetta er ekkert annað en að mæta í grænu og styðja okkar menn til sigurs.

Fyrir fánann og UMFN!

Mynd/ JBÓ