Rakel er sundmaður mánaðarins í LandsliðshópiPrenta

Sund

AMÍ – Eitt lið – Ekkert egó!

Elstu sundmennirnir okkar unnu saman síðasta laugardag við að setja niður reglur fyrir sig sjálf til að vinna eftir fram að AMÍ.

Reglurnar tóku gildi strax í morgun 20. apríl!

Þemað er Eitt lið – Ekkert egó! Það þýðir að enginn einstaklingur er mikilvægari en liðið. Listi yfir reglurnar sem sundmennirnir settu sér hefur verið sendur á netföng sundmanna og foreldra. Sundmenn eru með ábyrgðina á því að halda reglurnar og spila þeir mikilvægt hlutverk í því að skipuleggja og koma á laggirnar góðri áætlun til þess að vinna eftir. Ein reglan er að það eigi að skipuleggja skemmtilegan viðburð fyrir AMÍ sem allt liðið ætlar að mæta á. Níu vikur til stefnu-vindum okkur í þetta!