Prufuæfing 28. ágústPrenta

Sund

Næsta prufuæfing fyrir nýja sundmenn verður í Heiðarskólalaug þriðjudaginn 28. ágúst kl. 17:30. Þar metur Jóna Helena þjálfari hvaða hópur hentar best hverjum og einum.

Annars verða prufuæfingar í vetur eftir samkomulagi.

Hafið samband við Jónu Helenu þjálfara, S: 849-0222 netfang: jonahelena@gmail.com

Sundskólahóparnir Gullfiskar og Silungar raðast sjálfkrafa eftir aldri.
Í hópa frá Löxum og uppúr er raðað eftir getu.

Eingöngu nýir meðlimir fara á prufuæfingu.
Aðrir sundmenn tilheyra áfram þeim hópi sem þeir eru í þangað til þeir fá boð um tilfærslu.

Allir sem ætla að æfa sund verða að vera skráðir og hafa gengið frá greiðslu æfingargjalda fyrir fyrstu æfingu.

Skráningarsíða umfn

Allar upplýsingar um æfingahópa, gjaldskrá og æfingatöflur eru undir Vertu með á heimasíðunni.