Premium of Iceland bætist í hóp samstarfsaðila NjarðvíkurPrenta

Körfubolti

Premium of Iceland er nýr samstarfs- og styrktaraðili körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Róbert Þór Guðnason framkvæmdarstjóri og Kristín Örlygsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur undirrituðu nýja samninginn á dögunum sem gildir til tveggja ára.

Premium of Iceland er framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki sem framleiðir og selur aðeins hágæða íslenskt sjávarang, hvort sem er ferskt, frosið eða reykt. Fyrirtækið er með vinnslu í Sandgerði og reykhús í Garði. Einnig eru þeir með öfluga söluskrifstofu í Frakkalandi sem og í Bretlandi.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur býður Premium Iceland velkomið um borð!

Heimasíða Premium of Iceland