Öskudagur í Ljónagryfjunni: Njarðvík-ValurPrenta

Körfubolti

Ljónynjurnar okkar í Njarðvík taka á móti Val í Subwaydeild kvenna í kvöld kl. 20:15 á Öskudaginn. Með leiknum í kvöld eru aðeins fimm heimaleikir eftir í deildarkeppninni og línur að skýrast betur með hverri umferðinni.

Tvö stig í kvöld eru mikilvægt enda ætla okkar konur sér ekkert annað en sæti í úrslitakeppninni. Eins og er hefur Njarðvík 22 stig í 4. sæti deildarinnar en fjögur efstu sætin í deildinni gefa pláss í úrslitakeppninni. Grindavík vermir 5. sæti deildarinnar með 16 stig svo það verður hörð barátta um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Með kvöldinu eru alls 16 stig í pottinum og enn getur stöðutaflan tekið breytingum. Við lítum upp og áfram Njarðvík – sjáumst í Ljónagryfjunni í kvöld!

Staðan í deildinni