Ósigur í Síkinu eftir framlengdan leikPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur varð að fella sig við ósigur í Síkinu gegn Tindastól. Framlengja varð þennan spennuslag sem Stólarnir unnu 97-93. Eftir leikinn í gær er Njarðvík í 2.-3. sæti deildarinnar með 12 eins og Grindavík en Fjölnir trónir á toppnum með 16 stig.

Kamilla Sól Viktorsdóttir var stigahæst í Njarðvíkurliðinu með 25 stig og 7 fráköst og þá bætti Jóhanna Lilja Pálsdóttir við 16 stigum og 10 fráköstum. Vilborg Jónsdóttir var með 12 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.

Næsti leikur er þann 28. janúar næstkomandi þegar Njarðvík mætir toppliði Fjölnis í Reykjavík.

Myndasafn úr leiknum af FB-síðu Karfan.is