Öruggur sigurPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði KV örugglega 5 – 2 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Njarðvík var sterkari aðilinn allan leikinn og vann sanngjarnan sigur sem hefði geta orðið stærri. Theodór Guðni kom Njarðvík yfir eftir um 15 mín leik og Stefán Birgir bætti öðru marki við stuttu seinna, KV minnkaði munin í 2 – 1 en Stefán gerði svo þriðja markið 45 mín.

Theodór hóf síðan seinnihálfleik á marki og Marian Polak bætti því fimmta við um miðjan seinni hálfleik Seinna mark KV kom undir lok leiksins.

Byrjunarlið Njarðvik;
Stefán Guðberg Sigurjónsson (m), Brynjar Freyr Garðarsson, Rafn Vilbergsson, Andri Fannar Freysson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, , Arnar Helgi Magnússon, Bergþór Smárason, Theodór Guðni Halldórsson , Arnór Svansson, Stefán Birgir Jóhannesson,

Varamenn; Fannar Guðni Logason, Marian Polak, Adam Sigurðsson, Óðinn Jóhannsson, Þorgils Gauti Halldórsson, Pawel Grundinzki.