Öruggur sigur gegn AftureldinguPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Aftureldingu örugglega 5 – 2 í síðasta æfingaleik ársins í Reykjaneshöll í kvöld. Bergþór Ingi Smárason gerði fyrsta markið eftir um 10 mín leik og svo fylgdu tvö mörk í viðbót, Theodór Guðni Halldórsson setti annað markið og Bergþór Ingi það þriðja. Njarðvíkingar voru á þessum kafla mun sterkari aðilinn en undir lok hálfleiksins fengum við á okkur tvö mörk með stuttu millibili og staðan orðin 3 – 2 í hálfleik.

Í seinnihálfleik náðum við undirtökum í leiknum og bættum við tveimur mörkum, Krystian Wiktorowicz gerði það fyrra og hans þriðja í þremur leikjum áður en Brynjar Freyr Garðarsson skoraði mark leiksins með föstu skoti og óverjandi.

Þá er fyrsta hluta undirbúningstímabilsins lokið og við tekur stopp fram yfir hátíðar. Á nýju ári er það Fotbolta.net mótið sem hefst um miðjan janúar. Nokkur forföll voru í okkar hóp vegna meiðsla og prófa. Í markinu stóð Pétur Bernhöft sem leikur með KFG í Garðabæ en hann var sérstaklega fengin í leikinn. Þá lék með okkur Benjamín Fjeldsted Sveinsson en hann er búsettur í Noregi en var áður búsettur hér og var með okkur í yngri flokkum. Hann er komin heim til æfinga með U 19 ára landsliðinu en er leikmaður Alasunds FK í dag.

Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Pétur Bernhöft (m), Arnar Helgi Magússon, Birkir Freyr Sigurðsson, Davíð Guðlaugsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Andri Fannar Freysson,Jón Tómas Rúnarsson, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Bergþór Ingi Smárason og Theodór Guðni Halldórsson

Varamenn; Krystian Wiktorowicz, Óðinn Jóhannsson, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Benjamín Fjeldsted Sveinsson og Sigurður Þór Hallgrímsson.

Mynd/ Bergþór Ingi, Krystian, Theodór Guðni og Brynjar Freyr.