Öruggt gegn Hamri í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur vann í dag öruggan sigur á Hamri í 1. deild kvenna. Lokatölur voru 66-60 þar sem Hamarskonur klóruðu í bakkann á lokasprettinum en Ljónynjurnar voru við stýrið allan leikinn og skiluðu tveimur stigum í hús af öryggi.

Fjórir leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira í dag. Kamilla Sól Viktorsdóttir með 13, Lára Ösp Ásgeirsdóttir og Erna Freydís Traustadóttir báðar með 11 stig og Jóhanna Lilja Pálsdóttir með 10 stig. Vilborg Jónsdóttir hjó nærri þrennunni með 9 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Flott framlag úr öllum áttum í dag.

Leikurinn í dag var síðasti heimaleikur kvennaliðsins í febrúarmánuði en næst er leikið gegn ÍR á útivelli 19. febrúar og gegn Þór Akureyri fyrir norðan þann 23. febrúar og svo þann 2. mars mæta grænar aftur á heimavöll þegar Tindastóll kemur í heimsókn.

Tölfræði leiksins
Myndasafn úr leiknum
Umfjöllun Karfan.is um leikinn