Örlygur Aron 40 áraPrenta

Körfubolti

Í dag hefði orðið ansi stór dagur í lífi ungs manns sem við þekkjum öll nokkuð vel. Örlygur Aron Sturluson hefði fagnað fertugs afmæli hefði kauði verið með okkur hérna megin við.  Við iljum okkur við minningar sem kappinn skildi eftir á parketi Ljónagryfjunnar. Nafni Ölla hefur verið haldið ríkulega á lofti í gegnum minningarsjóð í hans nafni sem settur var á laggirnar 2013. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi Minningarsjóður Ölla og það er staðreynd að sjóðurinn hefur reynst ótal framtíðar hetjum íslands vel í gegnum árin.

Í dag mun svo sjóðurinn taka á móti ansi höfðinglegum gjöfum og styrkja þar en frekar við það gjöfula starf sem sjóðurinn hefur staðið á bakvið síðustu árin.  Um leið og Kkd. UMFN óskar Ölla innilegar hamingjuóskir með daginn þá hvetjum við alla stuðningsmenn sem vettling geta valdið að gefa Ölla afmælisgjöf í tilfefni dagsins í formi þess að leggja inn á sjóðinn smá upphæð. Margt smátt gerir eitt stórt.

Fyrir fánann og UMFN…..og Ölla!

Innleggs upplýsingar: 
0322-26-021585 461113-1090