Sigur í Ólafsvík og sætið tryggtPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Ólafsvík í gær þar sem sigur á heimamönnum tryggði endanlega sæti í Inkasso-deildinni. Það var komin haustbragur á veðrið i Ólafsvík og léku Víkingar undan smá vindi í fyrrihálfleik. Heimamenn voru fyrir leikinn í keppni um að fara uppúr deildinni og ætluðu greinilega sér sigur. Á 11 mín fékk Arnór Björnsson beint rautt fyrir brot og Njarðvíkingar þurftu að leika einum færri það sem eftir var. Einum færri náðu Njarðvíkingar forystunni á 17 mín þegar Ari Már Andrésson kom boltanum í netið eftir hornspyrnu, Ari Már var svo aftur á ferðinni á 31 mín með svipað mark. Mörkin settu heimamenn útaf laginu og þeir náðu aldrei að ná yfirhöndinni í leiknum þrátt fyrir að sækja mikið allan leikinn, gott skipulag okkar sá við því.

Marki Víkinga kom úr vítaspyrnu á 55 mín og nógur tími eftir. Víkingar settu allt sitt í að jafn leikinn en allar varnir héldu en fengu svo sem ekkert dauðafæri til að jafna. Njarðvíkingar fengu um miðjan seinnihálfleik gott færi á að skora þriðja markið en Ólsarar náðu að bjarga á síðustu stundu.

Það er mikill léttir fyrir okkur Njarðvíkinga að vera búnir að tryggja okkur áframhaldandi sæti í Inkasso-deildinni, mikill vinna lögð í þetta og uppskeran sem við vildum hafa séð komna í hús fyrr í mótinu er nú komin. En liðsheildinn á hrós skilið fyrir halda út og landa sigri einum færri. Góður stuðningur af pöllunum dreyf þetta líka áfram en full rúta af Njarðmönnum lögðu land undir fót og það var hávaði í þeim og þeir skemmtu Ólsurum með því að taka bylgjur nokkru sinnum.

Næsti leikur er á laugardaginn kemur þegar Selfoss kemur í heimsókn.

Leikskýrslan Víkingur Ól. – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Staðan í Inkasso-deildinni

Myndirnar eru úr leiknum í gær, fleiri myndir er að finna á Facebook síðu deildarinnar.