Öflugur sigur í Origo-höllinniPrenta

Körfubolti

Tvö góð stig lentu í húsi í gær þegar Njarðvík lagði Val í Domino´s-deild karla. Flottur sunnudagur að baki þar sem kvennaliðið var með stórsigur gegn Tindastól.

Lokatölur í Origo-höllinni í gær voru 76-85 þar sem Antonio Hester var með fjallmyndarlega tvennu, 26 stig og 15 fráköst og Rodney Glasgow Jr. bætti við 24 stigum og 7 stoðsendingum. Þá var Jón Arnór Sverrisson með 13 stig og 4 fráköst og Logi Gunnarsson bætti við 11 stigum.

Næsti leikur hjá Ljónunum er 28. janúar í Njarðtaks-gryfjunni þegar grannar okkar úr Grindavík koma í heimsókn en þeir mæta Keflavík í toppslag umferðarinnar í kvöld.

Hér má nálgast umfjallanir hinna ýmsu miðla um viðureign Njarðvíkur og Vals:

Tölfræði leiksins

Karfan.is: Njarðvíkursigur að Hlíðarenda

Vísir.is: Njarðvík sótti sigur að Hlíðarenda

Mbl.is: Hester fór illa með Valsmenn á Hlíðarenda

Rúv.is: Njarðvík vann Val á Hlíðarenda

Myndasafn á Karfan.is/ Guðlaugur Ottesen

Mynd með frétt/ Guðlaugur Ottesen: Antonio Hester var drjúgur í gær með myndarlega tvennu gegn Val.