Öflugur sigur í fyrsta leikPrenta

Körfubolti

Okkar menn gerðu góða byrjun á Subway-deildinni með 107-82 stórsigri gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Það kom ekki að sök að Benedikt þjálfari hafi þurft að taka út harðneskjulegt bann í fyrsta leik því liðið var í góðum höndum Halldórs Karlssonar aðstoðarþjálfara og þá var Rúnar Ingi Erlingsson honum innan handar.

Fyrsti leikhluti fór 31-17 og svo leiddu okkar menn 57-36 í háflleik og þar með var leikurinn kominn í wise-grip okkar manna og sigurinn aldrei í hættu. Fimm leikmenn gerðu 12 stig eða meira í leiknum og Dedrick Basile var stigahæstur með 26 stig, 5 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Mario bætti við 23 stigum og Nico var með 20.

Tölfræði leiksins
Myndasafn

Umfjallanir um leikinn

Umfjöllun Víkurfréttir
Umfjöllun Karfan.is
Umfjöllun Vísir.is
Viðtal við Mario hjá Mbl.is

Mynd/ JBÓ – Veigar Páll sækir að körfu Þórs í leiknum í gær.